Ullmax logotype

Viđ hugsum vel um viđskiptavini okkar - Ullmax gerir ţitt liđ ađ vinningsliđi!

Flag Norway Flag Sweden Flag Finland Flag Iceland Flag Germany Flag Estonia
Forsíđa Netverslun Um Ullmax Hvernig virkar Ullmax hugmyndin? Hafđu samband Innskráning
   
 

Ullmax Ull

Við vinnum með eina þá bestu ull sem er í boði; Merino ull sem kemur af Merino sauðfé. Í framleiðslu okkar notum við eingöngu ull sem kemur af sauðfé frá þeim bæjum sem nota ekki "mulesing" aðferðina við fé sitt.

Vissir þú að við hjá Ullmax höfum ullarefni með þrjá mismunandi eiginleika? Við bjóðum fatnað sem passar í starfsemi af öllum gerðum.

Merino Super Fine
Þunnt ullarefni sem er 100% merino ull. Flíkurnar eru ótrúlega mjúkar og léttar og fullkomnar undir allan fatnað dags daglega sem og í/á æfingar. Passar til mismunandi nota. Þyngd 150 grömm/m2.

Merino Super Soft
Nærföt okkar úr Merino Supersoft hafa sérstaka hönnun sem samanstendur af 100% Merino ull að utan og 100% pólýester að innan. Þessi samsetning gefur efninu þann eiginleika hún virkar sem hitaeinangrun, flytur raka hratt út fyrir efnið, þornar hratt og er slitsterk. Þetta er mjúkt og þægilegt efni sem veldur ekki kláða. Fullkomið fyrir íslenska veðráttu sem undirföt allt árið. Þyngd 230 grömm / m2.

Woolterry / Ullar frotte
Vörur í þessum flokki eru samsettar úr Merino ull, pólýester, akríl og spandex. Að innan samanstendur efnið af lykkjum sem bindast auðveldlega lofti og virka eins og einingrun. Því meira loft, því hlýrra. Þessi eiginleiki efnisins gerir það að verkum að auðvelt er fyrir raka og svita að leita út fyrir efnið. Þyngd 315 grömm / m2.

Allar ullarvörurnar okkar þola 40°C í þvottavél. Til að þær endist lengur þá er gott að nota sérstakt ullarþvottaefni.

Hjá Ullmax finnur þú föt sem passa fyrir alla!

 
  Ađalskrifstofa og vörulager: Ullmax – Ísland ehf | Póstbox 50, 240 Grindavík | Gerđavellir 17, 240 Grindavík | Sími: +354 424 6500 | E-mail: info@ullmax.is