Ullmax logotype

Viđ hugsum vel um viđskiptavini okkar - Ullmax gerir ţitt liđ ađ vinningsliđi!

Flag Norway Flag Sweden Flag Finland Flag Iceland Flag Germany Flag Estonia
Forsíđa Netverslun Um Ullmax Hvernig virkar Ullmax hugmyndin? Hafđu samband Innskráning
   
 

Gćđi

MICRO

Microfiber efnið sem notað er hjá okkur er viðurkennt efni og hefur fengið góða dóma í rannsóknum með tilliti til gæða og verðs.

Efnið er til fleiri en einni þykkt, og þá oft er það burstað að innanverðu. Micro er gæðaefni sem er nothæft í öllum veðrum og er í miklu uppáhaldi hjá mörgum.

Micro næst líkamanum passar uppá að þú ert aldrei þvalur/rakur á húðinni. Hvort sem þú ert í erfiðu puði eða bara á þægilegri göngu þá passa þessar flíkur upp á að halda líkamanum ávalt þurrum. Í MIKRO línunni okkar finnur þú allt það sem þarf fyrir hraðan og virkann lífstíl.

Allt er saumað með flötum saum og öll merki eru utaná fötunum. Í þessum vöruflokk eru bæði nærföt og utanyfirföt.

Þyngd: 180g / m² (þunna efnið sem notað er í undirfötin)

MERINO

Merino SUPER Soft er hágæða efni sem hefur fengið frábærar viðtökur. Þar sameinum við einstaka eiginleika Merino og Micro til að anda og halda hita (bæði blaut og þurr) með því að klæða hana með þunnu örtrefja lagi að innanverðu sem gefa þér fullkomin þægindi.

Þegar þú klæðist Merino SUPER Soft þarftu ekki að hafa áhyggjur af því hvað þú ætlar að fara að gera.

Hentar til allra nota eins og til dæmis í skíðaferðina, æfinguna eða bara út á röltið með ástvinum.

Við mælum með ullarsápu til að viðhalda gæðum og eiginleikum efnisins.

Þyngd: 230 g/m2

 

ULLARFROTTE

Ullarfrotte hefur einstaka hita eiginleika. Margir nota Ullafrotte fötin utan yfir önnur undirföt. En það er einnig gott að hafa Ullafrotte næst húðinni (sleppa t.d. nærbrók/buxum).

Innra lagið samanstendur af stórum einangrandi lykkum úr mjúkri Merino ull sem heldur að okkur hita jafn vel við rakar aðstæður. Ytra lagið samanstendur af blöndu úr ull / acryl / pólýester.Föt gerð úr ull taka ekki í sig mikla lykt, jafnvel þó þau séu ekki þvegin.

Við mælum með ullarsápu til að viðhalda gæðum og eiginleikum efnisins.

Þyngd: 315 g/m2

 
  Ađalskrifstofa og vörulager: Ullmax – Ísland ehf | Póstbox 50, 240 Grindavík | Gerđavellir 17, 240 Grindavík | Sími: +354 424 6500 | E-mail: info@ullmax.is