Ullmax logotype

Viđ hugsum vel um viđskiptavini okkar - Ullmax gerir ţitt liđ ađ vinningsliđi!

Flag Norway Flag Sweden Flag Finland Flag Iceland Flag Germany Flag Estonia
Forsíđa Netverslun Um Ullmax Hvernig virkar Ullmax hugmyndin? Hafđu samband Innskráning
   
 

Um okkur

Ullmax, þessi nýja hugsun í fjáröflun, byrjaði í Noregi árið 2001 með áherslu á handboltafélögin. Við skildum fljótt að það var ekki aðeins innan þeirrar íþróttar sem var þörf á fljótvirkum og þægilegum valkosti fyrir viðbótatekjur til að efla starfsemina.

Á þeim 12 árum sem liðin eru hefur Ullmax þróast sem norrænt hugtak yfir frábæra fjáröflunarleið og er orðin eðlilegur hluti af daglegu lífi í hinum ýmsu greinum.

Í dag erum við með uþb. 2000 samstarfsaðila, norsk, sænsk, finnsk og íslensk íþróttafélög, útskriftanema, slysavarnardeildir og svo mætti lengi telja, stafsemi sem er rekin á vinnu sjálfboðaliða og vantar tekjur.

Ásamt þessu erum við stöðugt að þróa vöruna okkar svo það sé auðveldara og skemmtilegra að leggja sitt af mörkum til að auka tekjur þeirra sem eru í fjáröflun hjá okkur, óháð stærð félaga.

Markmið okkar er að Ullmax-fjáröflunin eigi að vera einföld og auðveld fyrir félögin og flestir eigi að geta nýtt sér hana. Vörurnar okkar eru fjölbreitt úrval af fötum í háum gæðaflokki á sanngjörnu verði - aðlaðandi vöruúrval sem auðvelt er fyrir öll félög að selja.

Í dag er aðal vöruhús og söluskrifstofa í Örebro með staðbundnum fulltrúa í Noregi, Finnland og á Íslandi.

Saman gerum við félögin sterkari með þessari frábæru fjáröflun!

 
  Ađalskrifstofa og vörulager: Ullmax – Ísland ehf | Póstbox 50, 240 Grindavík | Gerđavellir 17, 240 Grindavík | Sími: +354 424 6500 | E-mail: info@ullmax.is